Líkir Trump við fúlan krakka

Gregg Popovich fyrir miðju.
Gregg Popovich fyrir miðju. AFP

Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfuknattleik, segir að það sé vandræðalegt að fylgjast með framgangi Donald Trump Bandaríkjaforseta og landið verði sér til skammar.

Trump sagði á Twitter á laugardag að Stephen Curry væri ekki boðið í Hvíta húsið, þangað sem meistaraliði ársins er boðið. LeBron James og fleiri voru fljótir að benda á það að það væri óþarfi að afboða Curry, hann hefði sjálfur sagt að hann ætlaði ekki að koma.

„Mér fannst það skondið að hann hefði dregið boðið til baka vegna þess að þeir ætluðu ekki að fara,“ sagði Popovich á blaðamannafundi í dag.

„Þetta er eins og krakki í 6. bekk sem ætlar að halda partí heima hjá sér. Hann kemst síðan að því að einhver kemur ekki og segir þeim aðila þá að honum sé ekki boðið. Þetta er ógeðslegt og skondið,“ bætti Popovich við.

Þjálfarinn sagðist vera forvitinn hvernig stuðningsmönnum Trump liði, nú þegar þeir sjá hvernig hann hagar sér sem forseti.

„Ég velti því fyrir mér hvað fólkið sem kaus hann hugsar, hversu langt getur hann gengið?“ sagði Popovich. 

„Þeir vildu breytingar og héldu að eitthvað gæti gerst sem þeir myndu græða á. Hver er fórnarkostnaðurinn? Það er stóra spurningin,“ sagði Popovich og bætti því við að hann styddi mótmæli NFL-leikmanna.

mbl.is

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....
 
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...