Ögranir Norður-Kóreu halda líklega áfram

Kang Kyung-wha.
Kang Kyung-wha. AFP

Stjórnvöld í Suður-Kóreu hvöttu í dag Bandaríkjamenn til að reyna að minnka spennuna á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu sakaði Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrr í dag um að lýsa yfir stríði á hendur Norður-Kóreu.

„Það er mjög líklegt að Norður-Kórea muni ögra okkur enn frekar,“ sagði Kang Kyung-wha, utanríkisráðherra Suður-Kóreu, en hann er staddur í Bandaríkjunum.

„Það er mikilvægt að við, Kórea og Bandaríkin í sameiningu, finnum lausn á þessum vanda til að koma í veg fyrir frekari spennu eða hernaðaraðgerðir sem gætu farið úr böndunum,“ bætti ráðherrann við.

Spenna milli ráðamanna í Norður-Kór­eu og Banda­ríkj­unum hef­ur farið stig­vax­andi und­an­farið og þeir Trump og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kór­eu, hafa ekki sparað stóru orðin í garð hvor ann­ars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert