Handteknir fyrir að veifa regnbogafána

Regnbogafáni. Mynd úr safni.
Regnbogafáni. Mynd úr safni. AFP

Lögreglan í Egyptalandi handtók sjö manns fyrir að veifa regnbogafánum á tónleikum í Kaíró höfuðborg landsins. Fólkið var handtekið á mánudaginn og gert að sök að „upphefja fjölbreytta kynhneigð“ en hins vegar hefur fólkið ekki verið formlega ákært. BBC greinir frá.   

Saksóknari hóf rannsókn á málinu eftir að myndir af tónleikum líbönsku hljómsveitarinnar Mashrou' Leila sem sýna fólkið veifa regnbogafánanum sem er tákn mannréttindabaráttu samkynhneigðra. Söngvari hljómsveitarinnar er samkynhneigður.

Samkynhneigð er ekki refsiverð samkvæmt egypskum lögum. Hins vegar hafa yfirvöld handtekið fólk sem hefur staðið í réttindabaráttu samkynhneigðra og sakað það um „siðspillingu“, „siðleysi“ og „guðlast“. 

Talsmaður samtakanna LGBTQ+, sagði seint á síðasta ári, að frá árinu 2013 hafi verið skráð um 114 lögreglumál þar sem rannsakaðir voru 274 einstaklingar sem eru samkynhneigðir, tvíkynhneigðir eða trans.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert