Þingmenn slógust

Þingmenn slógust í Úganda í dag.
Þingmenn slógust í Úganda í dag. Ljósmynd/Reuters

Átök brutust út á þinginu í Úganda í dag þar sem þingmenn ræddu um hvort fella ætti úr gildi reglur þess efnis að menn sem bjóði sig fram í embætti forseta séu 75 ára eða yngri.

Myndskeið náðist af þingmönnum sem slógust eftir orðróm um að einn þingmaður hafi komið með byssu á þingfundinn. Engin byssa fannst við leit.

Forseti landsins, Yoweri Museveni, er 73 ára gamall sem gerir umræðuefnið viðkvæmt. Hann hefur verið forseti landsins í 31 ár en ljóst er að ef frumvarpið verður ekki samþykkt mun valdatíð hans brátt enda.

Flokkur forsetans hefur áður breytt lögum tengdum honum. Áður gat forseti einungis setið í tvö kjörtímabil en því var breytt svo Museveni gæti haldið völdum.

Áður en átökin hófust á þinginu hafði lögregla beitt táragasi á mótmælendur í höfuðborginni Kampala fyrir þingfund. 

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert