Þurfa neyðaraðstoð fyrir rohingja

Rohingjar í flóttamannabúðum í Bangladess að sækja vatn.
Rohingjar í flóttamannabúðum í Bangladess að sækja vatn. AFP

Sameinuðu þjóðirnar hyggjast reyna að fæða um 700 þúsund rohingja á flótta frá Búrma sem eru í flóttamannabúðum í Bangladess. Á mánuði bættust við um 480 þúsund rohingjar til landsins og ekkert lát virðist vera á flótta fólksins frá Búrma.  

Talsmaður Sameinuðu þjóðanna sagði stofnunina ekki í stakk búna til að veita þessum fjölda neyðaraðstoð ef flóttamönnunum heldur áfram að fjölga á næstu vikum.  

„Allar starfstöðvar SÞ hafa skipulagt nýja áætlun sem miðar að því að veita neyðaraðstoð til 700 þúsund manns. Við getum staðið undir því,“ sagði Dipayan Bhattacharyya aðstoðar yfirmaður matvælaaðstoðar SÞ. 

Ástand fólks í flóttamannabúðunum hefur batnað eftir að matur og hjálpargöng bárust þangað nýverið, að sögn Bhattacharyya. 

Fyrir utan þessa 700 þúsund rohingja sem eru á svipuðum slóðum í flóttamannabúðum í Bangladess eru að minnsta kosti 300 þúsund rohingjar til viðbótar í flóttamannabúðum í suðaustur Bangladess. Þeir komu þangað fyrir rúmum mánuði. Líkur eru á því að um milljón rohingjar séu á flótta í Bangladess. 

Bhattacharyya ítrekaði að neyðaraðstoðin er kostnaðarsöm og líklega þarf að minnsta kosti 80 milljónir dollara eða rúmlega 8 milljarða króna til hjálparstarfsins. 

Of­beldis­ald­an hófst 25. ág­úst og hafa hundruð rohingja lát­ist og yfir 410 þúsund þeirra flúið und­an her­sveit­um Búrma til Bangla­dess. Rohingj­ar eru minni­hluta­hóp­ur í Búrma og eru rík­is­fangs­laus­ir. Flest­ir þeirra eru mús­lím­ar en flest­ir íbú­ar Búrma eru búdd­ist­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert