Lamdi dóttur sína og kærasta hennar

Fólkið býr í Manchester á Englandi.
Fólkið býr í Manchester á Englandi. AFP

Dóttir strangtrúaðs múslima hlaut lögregluvernd í kjölfar þess að faðir hennar réðst á hana eftir að hann gekk inn á hana að stunda kynlíf með kærastanum sínum.

Hinn 42 ára gamli Soruth Ali lamdi kærasta dóttur sinnar í höfuðið með hamri áður en hann elti hann út úr íbúð þeirra í Manchester á Englandi.

Hann kýldi síðan og sparkaði í Fatimu dóttur sína áður en hann dró hana út úr svefnherberginu á hárinu.

James Martin, kærasti Fatimu, hlaut sár á höfði eftir hamarshöggið og Fatima var marin á höfði og andliti. Hún var færð í öruggt skjól eftir árásina.

Hún tjáði lögregluþjónum að faðir hennar væri mjög trúrækinn og stjórnsamur og hleypti henni ekki út úr húsi án þess að hún væri með blæju fyrir andliti.

Fatima sagðist hafa verið neydd til að lifa tvöföldu lífi en hún hafi viljað stjórna sér sjálf og lifa eigin lífi.

Saksóknari lýsti því að Fatima og Martin hefðu bæði kallað eftir aðstoð lögreglu, sem og nágranni fólksins. Ali var handtekinn á vettvangi. Fyrir dómi viðurkenndi Ali að að hafa valdið skaða og var dæmdur í 14 mánaða fangelsi.

Hann hafði áður verið dæmdur í sjö ára fangelsi árið 1995 fyrir að nauðga 15 ára stelpu.

Frétt Telegraph.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert