Trump er gamall brjálæðingur

Otto Warmbier.
Otto Warmbier. AFP

Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa sakað Donald Trump Bandaríkjaforseta um að notfæra sér dauða námsmannsins Otto Warmbier. Þeir lýstu forsetanum sem „gömlum brjálæðingi“.

Otto Warmbier lést nokkrum dögum eftir að hann var fluttur til Bandaríkjanna frá Norður-Kóreu í sumar. Þar hafði hann var dæmdur til 15 ára þrælkunarvistar eftir að hann reyndi að stela veggspjaldi af hóteli.

Trump hélt því fram á þriðjudag að Warmbier hefði mátt þola meiri pyntingar en orð fá lýst. Foreldrar Warmbier sögðu að sonur þeirra hefði verið við dauðans dyr við heimkomuna.

Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu sakaði Bandaríkin um að hafa hvatt Warmbier til að brjóta reglur landsins. Því var bætt við að „hann hefði verið sendur til að sjá um samsæri gegn stjórninni í Norður-Kóreu“.

Frétt Sky News.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert