Engin tengsl við hryðjuverkasamtök

Lögreglan að störfum skammt frá staðnum þar sem árásin var …
Lögreglan að störfum skammt frá staðnum þar sem árásin var gerð. AFP

Bandarísk lögregluyfirvöld hafa hingað til ekki fundið neina tengingu á milli skotrárásarinnar í Las Vegas og alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka.

Liðsmaður bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, greindi frá þessu.

Að minnsta kosti 58 manns eru látnir og yfir 500 eru særðir eftir árásina.

Brotnar rúður á 32 hæð Mandalay-hótelsins þaðan sem maðurinn skaut …
Brotnar rúður á 32 hæð Mandalay-hótelsins þaðan sem maðurinn skaut á fólkið. AFP

Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams segjast bera ábyrgð á árásinni og segja að árásarmaðurinn hafi nýlega gengið til liðs við þau. Að sögn lögreglunnar framdi hinn 64 ára Stephen Paddock ódæðið.

„Við höfum hingað til ekki fundið nein tengsl við alþjóðleg hryðjuverkasamtök,“ sagði Aaron Rouse, fulltrúi FBI í Las Vegas.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert