Navalny dæmdur í 20 daga fangelsi

Alexei Navalny í réttarsalnum í dag.
Alexei Navalny í réttarsalnum í dag. AFP

Rússneskur dómstóll hefur dæmt Alexei Navalny, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, í tuttugu daga fangelsi fyrir að hafa ítrekað brotið lög um skipulagningu fjöldafunda.

Navalny var handtekinn á föstudaginn er hann ætlaði að ferðast á mótmælafund.

Í sumar var Navalny dæmdur í 25 daga fangelsi fyrir að skipuleggja ólögleg mótmæli.

Hann tilkynnti í lok síðasta árs  framboð sitt til embættis forseta Rússlands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert