Fresta þingfundi til að hindra sjálfstæðisyfirlýsingu

Hópur fólks var saman komin á Plaza Catalunya torginu í …
Hópur fólks var saman komin á Plaza Catalunya torginu í Barcelona og beið eftir að úrslit kosninganna yrðu birt. Konan fremst á myndinni hylur andlit sitt með fána Katalóníu. AFP

Stjórnlagadómstóll Spánar frestaði í dag fyrirhuguðum þingfundi katalónska þingsins sem halda átti á mánudag til að reyna að hindra að héraðið geti lýst yfir sjálf­stæði að því er BBC greinir frá.

Sagði í úrskurði dómstólsins að slík yfirlýsingu brjóti í bága við stjórnarskrána Spánar. Áður hafði Mario Rajoy, forsætisráðherra Spánar, varað ríkisstjórn Katalóníu við að lýsa yfir sjálfstæði í kjölfar kosninganna á sunnudag líkt og Car­les Puig­demont, for­seti Katalón­íu, hafði gefið í skyn að gert yrði. Sagði Puigdemont  í samtali við BBC í gær að von­ast til að héraðið geti lýst yfir sjálf­stæði í lok þess­ar­ar viku eða í byrj­un þeirr­ar næstu.

Reuters hefur eftir  Puigdemont að hann óttist ekki að verða handtekinn fyrir að skipuleggja kosninguna um sjálfstæði Katalóníu í trássi við bann spænsku stjórnarinnar.

Segir BBC dómstólinn hafa með úrskurði sínum tekið undir með sósíalistaflokki Katalóníu sem er mótfallinn aðskilnaði frá Spáni.

Það bryti í bága við réttindi þingmanna flokksins ef þinginu yrði heimilað að koma saman og lýsa yfir sjálfstæði að því er segir í úrskurði dómstólsins.

Skipuleggendur kosninganna á sunnudag segja kosningaþátttöku hafa verið um 42% og að 90% hafi kosið með aðskilnaði frá Spáni. Lokatölur hafa þó enn ekki verið birtar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert