„Ríkt fólk kaupir sér þögn“

Harvey Weinstein er sagður hafa áreitt konur í marga áratugi.
Harvey Weinstein er sagður hafa áreitt konur í marga áratugi. mbl.is/AFP

Leikkonan Brie Larson og framleiðandinn Judd Apatow hafa látið í sér heyra eftir að fréttir bárust af kynferðislegri áreitni af hálfu stórframleiðandans Harvey Weinstein.

The New York Times greindi frá því að Wein­stein hafi áreitt kon­ur sem hafa starfað með hon­um und­an­farna þrjá ára­tugi. Einnig var sagt frá því að fram­leiðand­inn hafi kom­ist að sam­komu­lagi við átta kon­ur um skaðabæt­ur.

Staða kvennana sem hann braut var erfið þar sem margar þeirra voru að koma sér á framfæri í Hollywood og Harvey Weinstein hefur gríðarlega mikil völd í draumaborginni. Framleiðandinn Judd Apatow skrifaði á Twitter að ríkt fólk gæti keypt sér þögn með bótum. „Trúnaðarklausan gerir ofbeldismönnum kleift að skaða annað fólk. Í marga áratugi.“ bætti hann við. 

„Eins og alltaf þá stend ég með þeim hugrökku fórnarlömbum kynferðislegs ofbeldis og áreitni. Þetta er ekki ykkur að kenna. Ég trúi ykkur,“ skrifaði Larson á Twitter. 

Judd Apatow.
Judd Apatow. mbl.is/AFP
Brie Larson.
Brie Larson. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert