Stór banki yfirgefur Katalóníu

Höfuðstöðvar CaixaBank í Katalóníu.
Höfuðstöðvar CaixaBank í Katalóníu. AFP

Þriðji stærsti banki Spánar, CaixaBank, hefur ákveðið að færa lögheimili sitt frá Katalóníu vegna ummæla aðskilnaðarsinna um að lýsa yfir sjálfstæði héraðsins.

CaixaBank, sem er stærsti lánveitandinn í norðausturhluta Spánar, sagði í yfirlýsingu að hann ætlaði að færa lögheimilið til Valencia vegna „núverandi pólitískrar og félagslegrar stöðu í Katalóníu“.

Sa­ba­dell-bank­inn til­kynnti í gær um flutn­ing höfuðstöðva frá Katalón­íu en hluta­bréf í bank­an­um höfðu lækkað um 10% í verði í kjöl­far kosn­ing­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert