Mótmælendur handteknir

Til hamingju með afmælið þjófur. Þetta stendur á spjöldum mótmælenda …
Til hamingju með afmælið þjófur. Þetta stendur á spjöldum mótmælenda í Rússlandi. AFP

Yfir 100 manns voru handteknir í Rússlandi í fjölmennum mótmælum í dag. Mótmælin eru ólögleg og fara fram í um 80 borgum víðsvegar um landið. Mótmælendur eru stuðningsmenn Alexei Navalny leiðtoga rúss­nesku stjórn­ar­and­stöðunn­ar. BBC greinir frá. 

Þeir krefjast þess að Navalny fái að taka þátt í forsetakosningunum í mars á næsta ári. Sjálfur til­kynnti hann um forsetaframboð sitt í lok síðasta árs. Rússnesk yfirvöld segja að hann megi ekki taka þátt í forsetakosningunum vegna fangelsisvistar sinnar. 

Navalny situr í tutt­ugu daga fang­elsi fyr­ir að hafa ít­rekað brotið lög um skipu­lagn­ingu fjölda­funda. Þetta er í þriðja sinn sem hann er fangelsaður á þessu ári í Rússlandi. 

Mótmælin fara fram á afmælisdegi Vladimir Putin, forseta Rússlands, sem er 65 ára í dag. Mótmælin í Moskvu og í Pétursborg eru einnig ólögleg líkt öll hin. 

Mótmælin eru fjölmenn.
Mótmælin eru fjölmenn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert