Sjálfstæðisyfirlýsing muni engu breyta

Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar.
Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar. AFP

Stjórnvöld á Spáni munu sjá til þess að sjálfstæðisyfirlýsing sem verður lögð fram fyrir hönd Katalóníu muni ekki hafa nein áhrif. Þetta sagði Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar í samtali við dagblaðið El Pais.

„Ríkisstjórnin mun tryggja það að hvers kyns sjálfstæðisyfirlýsing muni ekki leiða til neins,“ sagði hann í sínu fyrstu viðtali við blaðið síðan þjóðaratkvæðagreiðsla, sem spænsk stjórnvöld bönnuðu, var haldin 1. október.

Hún útilokaði ekki að Katalónía missi stöðu sína sem sjálfstjórnarhérað ef aðskilnaðarsinnar halda áfram að hóta því að lýsa yfir sjálfstæði.

Á þriðjudag hyggst Carles Puigdemont, forseti Katalóníu, halda ræðu sem beðið er eftir. Margir búast við því að hann muni þar lýsa yfir sjálfstæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert