12 létust þegar bátur rohingja sökk

Að minnsta kosti 12 drukknuðu og margra er saknað eftir að yfirfullur bátur  rohingja  á flótta sökk á ánni Naf á landamærum Búrma og Bangladess í gær. Margir þeirra sem er saknað eru börn.

Landamæraverðir og strandgæslan segja að báturinn hafi verið yfirhlaðinn og að minnsta kosti 100 flóttamenn hafi verið um borð þegar hann sökk við minni Naf. Landamæravörður í Bangladess segir að um 12 lík hafi fundist í nótt en af þeim voru tíu börn, eldri kona og karl.

Af þeim um borð hafi verið um 40 fullorðnir rohingjar á flótta úr þorpum sínum í Rakhine-héraði aðrir um borð hafi verið börn. Tekist hefur að bjarga 13 á lífi en af þeim eru aðeins tvö börn. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert