Kjölturakki lokar flugbraut

Púðluhundurinn naut frelsisins í 40 mínútur að því er segir …
Púðluhundurinn naut frelsisins í 40 mínútur að því er segir í frétt AFP fréttastofunnar. AFP

Kjölturakka tókst í dag að loka einni af flugbrautum eins stærsta flugvallar Japans um tíma með því að stinga af þegar verið var að fara með hann um borð í flugvél á flugvellinum. Endaði þetta með því að eigandi hans þurfti að fara frá borði og lokka hann til sín.

Hundurinn slapp úr búri sínu þegar hlaðmenn voru að fara með hann um borð í flugvél Japan Airlines á Haneda-flugvellinum í Tókýó. Hundurinn stökk af stað og skemmti sér greinilega konunglega þessar fáu mínútur sem hann naut frelsisins.

Vegna flóttahundsins varð að loka einni af fjórum flugbrautum flugvallarins í sex mínútur alls - sem kostaði seinkanir á fjórtán flugferðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert