Minnst tíu látnir í Kaliforníu

Í Kaliforníu í gær.
Í Kaliforníu í gær. AFP

Í það minnsta fimmtán eru látnir og yfir hundrað manns hafa leitað á spítala í skógareldum í Napa, Yuba og Sonoma, vín­héruðum Kali­forn­íu. Þá hefur 20 þúsund manns verið gert að yfirgefa heimili sín og að minnsta kosti fimmtán hundruð mannvirki skemmst, þar á meðal heimili og vínekrur. New York Times greinir frá.

Eldarnir kviknuðu fyrst á sunnudagskvöld og yfirvöld hafa staðfest að um sé að ræða um sautján aðskilda skógarelda sem hafa brennt yfir 45 þúsund hektara landsvæði, þar á meðal þekktar vínekrur. 

Frétt mbl.is: Stór­bruni í vín­héruðum Kali­forn­íu

Upptök skógareldanna eru enn ókunn en miklir þurrkar hafa verið á svæðinu í talsverðan tíma. Slökkviliðsstarf hefur gengið erfiðlega, sérstaklega vegna mikilla vinda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert