Sáttamiðlun á Spáni?

Ekki er vitað hvað sáttamiðlunin felur í sér.
Ekki er vitað hvað sáttamiðlunin felur í sér. AFP

Talsmaður ríkisstjórnar Katalóníu hefur lýst því yfir að Carles Puigdemont hafi sjálfur óskað eftir að ræðu sinni yrði frestað vegna alþjóðlegrar sáttamiðlunar. Talsmaðurinn staðfesti að einhvers konar sáttamiðlunar tilraunir eigi sér stað en að hann geti ekki tjáð sig frekar um viðræðurnar að svo stöddu. Útlit er því fyrir að diplómatískar viðræður eigi sér stað þótt ekki sé vitað hvað í þeim felst. Guardian greinir frá. 

Frétt mbl.is Ræðu Puig­demont frestað um klukku­tíma

Ekki eru þó allir á einu máli um það hvort verið sé að leita sátta. Greint hefur verið frá því að CUP-flokkurinn, samstarfsflokkur ríkisstjórnar Katalóníu, hafi verið ósáttur með ræðuna sem Carles Puigdemont hugðist flytja. Þá hefur verið greint frá því að flokkar sem eru mótfallnir sjálfstæði Katalóníu hafi reynt að fá ræðunni frestað. 

Þúsundir manna eru staddar í kringum þinghúsið í Barcelona að bíða eftir ávarpi forseta Katalóníu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert