Sjálfstæðisyfirlýsingu frestað

Puigdemont ávarpaði þingið í Barcelona í dag
Puigdemont ávarpaði þingið í Barcelona í dag AFP

Leiðtogi Katalóníu, Carles Puigdemont, óskaði í ræðu sinni eftir umboði til þess að lýsa yfir sjálfstæði Katalóníu en um leið lagði hann til að sjálfstæðisyfirlýsingu yrði frestað þar til ríkisstjórn Katalónú hefur rætt við spænsk yfirvöld.

Puigdemont lýsti því yfir að nú væru allir að fylgjast með Katalóníu og að það væri vilji hans að leita sátta hjá spænskum yfirvöldum, jafnvel með aðstoð alþjóðlegrar sáttamiðlunar. Þá lýsti Puigdemont því yfir að vilji fólksins væri skýr með vísan til þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fór fram þann 1. október, Katalóníubúar vildu sjálfstæði frá Spáni. 

Staðan er í raun enn óljós eftir ræðuna. Puigdemont fór um víðan völl í ræðunni en hennar hafði verið beðið af mikilli eftirvæntingu og var frestað um klukkustund en upphaflega átti hún að fara fram klukkan fjögur.

Frétt mbl.is: Sjálf­stæðis­yf­ir­lýs­ing muni engu breyta

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert