Trump á hlutlausa svæðið

Trump gæti staðið augliti til auglits við landamæraverði Norður-Kóreu.
Trump gæti staðið augliti til auglits við landamæraverði Norður-Kóreu. AFP

Talið er að Donald Trump, bandaríkjaforseti, gæti heimsótt hlutlausa svæðið á milli Norður- og Suður-Kóreu þegar hann fer í opinbera heimsókn til Suður-Kóreu í næsta mánuði. Búist er við að Trump sendi Norður-Kóreumönnum sterk skilaboð í heimsókninni. Reuters greinir frá. 

Hvíta húsi sendi starfslið á vettvang seint í september til að kanna möguleg svæði fyrir sérstakar athafnir forsetans í opinberu heimsókninni. 

Trump og leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jon-un, hafa átt í stigmagnandi orðskiptum og hefur sá fyrrnefndi meðal annars viðrað þá skoðun sína að hernaðaraðgerðir séu eina leiðin til að eiga við Norður-Kóreu og kjarnorkuáætlanir landsins.

Með heimsókn á hlutlausa svæðið (DMZ) myndi Trump feta í fótspor forvera síns, Barack Obama, og varaforsetans Mike Pence. Svæðið er kyrfilega afgirt og þar eru hermenn frá bæðu Norður- og Suður Kóreu og myndi Trump því líklega standa augliti til auglitis við norðurkóreska hermenn sem talið er að geta falið í sér mikla ögrun við Norður-Kóreu. 

Frá hlutlausa svæðinu á landamótum Norður- og Suður-Kóreu
Frá hlutlausa svæðinu á landamótum Norður- og Suður-Kóreu AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert