Hamas og Fatah ná samkomulagi

Íbúar á Gazaströndinni fögnuðu gífurlega þegar fregnir bárust um samkomulagið ...
Íbúar á Gazaströndinni fögnuðu gífurlega þegar fregnir bárust um samkomulagið fyrr í dag. AFP

Hamas og Fatah samtökin, sem eru helstu fylkingar Palestínumanna, náðu í dag samkomulagi eftir að hafa átt í deilum í áratug.  Mahmud Abbas, leiðtogi Palestínu, fagnaði samkomulaginu í dag og sagði það vera endanlegt samkomulag sem myndi koma í veg fyrir þá skiptingu sem hefur verið á milli Palestínumanna.

Samkvæmt samkomulaginu munu yfirvöld á Vesturbakkanum (PA) taka yfir stjórnun Gazastrandarinnar þann 1. desember. Þetta kom fram í yfirlýsignu frá Egypsku ríkisstjórninni sem hafði milligöngu um samningaviðræðurnar, en þær fóru fram í Kairó.

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, fordæmdi samkomulagið hins vegar og sagði að það myndi gera allar friðarumleitanir á svæðinu mun erfiðari.Hefur ísraelska ríkisstjórnin sagt að afvopna þurfi Hamas, en síðan 2008 hafa samtökin þrisvar átt í vopnuðum deilum við Ísrael. Þá krefjast Ísraelsmenn þess að Hamas viðurkenni Ísraelsríki.

„Sættir við fjöldamorðinga eru hluti af vandamálinu, ekki hluti af lausn þess,“ sagði Netanyahu í yfirlýsingu í dag.

Fagnaðarlæti brutust út á Gazaströndinni eftir að upplýst var um samkomulagið og veifuðu íbúar svæðisins fánum Egyptalands, Palestínu, Fatah og Hamas.

Gert er ráð fyrir að viðræður muni nú halda áfram varðandi myndun sameinaðrar ríkisstjórnar, en pólitískum samtökum í Palestínu hefur verið boðið til fndar í Kairó 21. nóvember.

Samkvæmt yfirlýsingu frá Abbas, sem fer fyrir Fatah hreyfingunni, kom fram að hann ætlaði að ferðast til Gazastrandarinnar á næstunni, en það yrði hans fyrsta heimsókn þangað í meira en einn áratug.

Í samkomulaginu felst meðal annars að 3.000 lögreglumenn á vegum PA fari til Gaza, en það er þó aðeins brot af 20.000 manna lögregluliði Hamas.

Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, óskaði Abbas í dag til hamingju með samkomulagið og sagði að samtökin stæðu með PA að taka við skyldum sínum á Gazaströndinni. Hann tók þó fram að fjöldi mála væri óleystur á svæðinu, meðal annars viðvarandi rafmagnsleysi og flutningar til og frá svæðisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Íslenskir stálstólar nýklæddir 4stykki og fleiri
er með nokkra Ísl. stálstóla, nýtt áklæði, í góðu standi á 12.500 kr. STYKKIÐ. ...
Lagerhreinsun - stakar stærðir
LAGERHREINSUN stakar stærðir Kr. 3.900.- kr. 3.900.- Laugavegi 178 Sími 551 2070...
FORD ESCAPE JEPPI TIL SÖLU
Til sölu Ford Escape jeppi, benzín, árgerð 2007, ekinn 193.000km. Vel með farinn...
 
L edda 6017102419 i
Félagsstarf
? EDDA 6017102419 I Mynd af auglýsing...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...