Einn í haldi vegna árásar

Sænska lögreglan.
Sænska lögreglan. AFP

Einn er í haldi lögreglu grunaður um aðild að skotárás í Trelleborg í Suður-Svíþjóð í gærkvöldi. Fjórir særðust í árásinni. Að sögn Hans Nilsson, yfirlögregluþjóns voru fimm yfirheyrðir vegna skotárásarinnar auk þess sem er grunaður um tilraun til manndráps.

Enginn af þeim sem særðust er með lífshættulega áverka og ekki er grunur á um að árásin tengist hryðjuverkum á nokkur hátt. Þó nokkrir höfðu samband við neyðarlínuna og tilkynntu um skothvelli um klukkan 22:30 að staðartíma í gærkvöldi, klukkan 20:30 að íslenskum tíma.

Átta sjúkrabílar voru sendir á vettvang og fjórmenningarnir fluttir á sjúkrahús. Tveir þeirra höfðu verið skotnir en hinir tveir voru með áverka eftir hnífa. Mennirnir eru á aldrinum 18-25 ára. 

Að sögn Nilsson er enginn þeirra lífshættulega særður.  Þeir fimm sem voru yfirheyrðir hafa allir verið látnir lausir en Nilsson segir ekki útilokað að fleiri verði handteknir síðar. Hluti af þeim sem eiga hlut að máli hafa áður komið við sögu hjá lögreglunni.

Svæðið þar sem árásin var gerð var girt af í alla nótt en tæknideild lögreglunnar var þar að störfum.   

Íbúar Trelleborg eru tæplega 30 þúsund talsins. 

Frétt Aftonbladet

mbl.is

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Ónotaðir Nike hlaupaskór í stærð 42
Til sölu ónotaðir Nike hlaupaskór með innanfótar styrkingu. Stærð EUR 42, US 10...
Hornstrandabækurnar fyrir fróðleiksfúsa!
Hornstrandabækurnar Allar 5 í pakka 7,500 kr. Upplögð afmælis og tækifærisgjöf....
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
L edda 6017102419 i
Félagsstarf
? EDDA 6017102419 I Mynd af auglýsing...
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...