Ekki kynlífsfíkill heldur rándýr

Emma Thompson og dóttir hennar Gaia Romilly Wise.
Emma Thompson og dóttir hennar Gaia Romilly Wise. AFP

Óskarsverðlaunahafinn Emma Thompson er ein af fjölmörgum sem hafa tjáð sig um ásakanir á hendur Harvey Weinstein og segir hún að ekki sé hægt að tala um Weinstein sem kynlífsfíkil heldur sé hann rándýr. Hneykslið sem skekur kvikmyndaframleiðandann sé ekki ósvipað máli Jimmy Savile.

Bæði bandaríska og breska lögreglan rannsaka nú ásakanir á hendur Weinstein en hann er sakaður um að kynferðislega áreitni í garð fjölmargra leikkvenna. Ljóst er að áreitnin hefur lengi verið við lýði og nær áratugi aftur í tímann án þess að greint hafi verið frá því opinberlega fyrr en New York Times birti sprengjuna í síðustu viku.

Í  viðtali við Newsnight á BBC2 í gærkvöldi sagði Thompson, sem meðal annars lék aðalhlutverkið í Nanny McPhee og Love Actually, að menningin sem hafi viðgengist við gerð kvikmynda sé viðvarandi vandi og hluti af kynbundnu óréttlæti sem ríki í heimi kvikmyndanna.

Eitt helsta vandamál þessa kerfis, sem konur og stúlkur hafa þurft að standa frammi fyrir, er þöggunin og ekki sé hægt að gera konurnar sem verða fyrir áreitninni ábyrgar. Þær verði að stíga fram og segja sína sögu, segir breska leikkonan sem hefur meðal annars hlotið tvenn Óskarsverðlaun og verið tilnefnd fyrir fimm myndir. 

Bryan Lourd, Ben Affleck og Harvey Weinstein.
Bryan Lourd, Ben Affleck og Harvey Weinstein. AFP

Thomson talaði um samsæri þagnarinnar og lýsti Weinstein sem toppinum á ísjakanum í kerfisbundinni áreitni og einelti sem eigi sér stað í Hollywood og víðar. Hún bendir á að ólíklegt sé að Weinstein sé sá eini í Hollywood sem hafi gerst sekur um slíka hegðun gagnvart konum og stúlkum. 

Nokkrum klukkutímum áður en Thomson mætti í þáttinn steig breska leikkonan Sophie Dix fram þar sem hún sakaði Weinstein um að hafa fróað sér fyrir framan hana og annað kynferðislegt ofbeldi. 

Thompson segir að hún hafi aldrei orðið persónulega fyrir áreitni af hálfu Weinstein en þetta komi henni samt ekki á óvart. Hún hafi aðeins glímt við Weinstein vegna viðskiptatengdra hagsmuna. Meðal annars um Nanny McPhee þegar myndin var í eigu Miramax sem aftur var í eigu Weinstein. 

Harvey Weinstein, Gwyneth Paltrow og Liv Tyler.
Harvey Weinstein, Gwyneth Paltrow og Liv Tyler. AFP

Á sama tíma er hafin lögreglurannsókn á framferði Weinstein. Í New York rannsakar ásakanir á hendur honum frá árinu 2004 og í London er verið að rannsaka ásakanir á hendur honum á níunda áratugnum. Weinstein neitar aftur á móti sök. 

Rose McGowan hent út af Twitter

Bandaríska leikkonan Rose McGowan nýtti sér krafta Twitter í gær til þess að ásaka Weinstein en þar ýjar hún að því að hann hafi nauðgað henni. Þrjár aðrar konur hafa þegar stigið fram og sakað hann um nauðgun.

Twitter hefur lokað aðgangi Rose McGowan tímabundið í kjölfarið. Hún hafði skömmu áður skrifað færslu þar sem hún sagði leikaranum Ben Affleck til syndanna og sakað hann um að ljúga þegar hann sagðist ekki hafa haft hugmynd um kynferðislega áreitni af hálfu Weinstein. 


Yfirmaður kvikmyndavers Amason sendur í leyfi

Í nokkrum færslum á Twitter, sem beint er að stofnanda Amazon, Jeff Bezos, heldur  McGowan því fram að hún hafi greint stjórnendum Amazon Studios frá því að Weinstein hafi ráðist á hana.

Harvey Weinstein.
Harvey Weinstein. AFP

Amazon sendi síðar frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að yfirmaður Amazon Studio, Roy Price, hafi verið sendur í tímabundið leyfi og verið væri að fara yfir verkefni sem fyrirtækið var í með Weinstein Company.

Talskona Weinstein, Sallie Hofmeister, svarar á Twitter og segir að Weinstein hafni öllum ásökunum kynlíf án samþykkis. 

Kate Beckinsale.
Kate Beckinsale. AFP

Breska leikkonan Kate Beckinsale hefur einnig stigið fram og lýsir því að hún hafi lent í Weinstein á Savoy hótelinu í London þegar hún var 17 ára. Á Instagram lýsir hún því hvernig henni var sagt að fara upp í herbergi til hans. Þegar hún bankaði á herbergishurðina opnaði hann og var aðeins klæddur baðslopp. 

„Eftir að hafa neitað að þiggja áfengi og tilkynnt honum að ég þyrfti að mæta í skólann morguninn eftir fór ég. Leið illa en ósködduð.“ 

Hún bætir við að nokkrum árum síðar hafi hann spurt hana hvort hann hafi nokkuð reynt við hana þegar þau hittust fyrst. „Ég áttaði mig á því að hann mundi ekki hvort hann hefði ráðist á mig eður ei.“

Guardian

BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Öflug farangurskerra
Til sölu öflug farangurskerra, 230 x 180 x 100. Hentar jafnt fyrir jeppa og rútu...
Lausar íbúðir ...Eyjasól ehf.
Fallegar 2-3ja herb. íbúðir í Reykjavik lausir dagar í okt/nov.. Allt til alls...
 
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...