39 látnir vegna skógarelda

AFP

Að minnsta kosti 36 hafa látist síðasta sólarhringinn í skógareldum sem nú geisa í mið- og norðurhluta Portúgals. Þar áður höfðu 3 látist á Spáni eftir að eldur magnaðist upp í skóglendi vegna fellibyljarins Opheliu, en um íkveikju var að ræða.

Talsmaður almannavarna í Portúgal staðfestir að 36 eru látnir, þar á meðal eins mánaðar gamalt barn. Nokkurra er enn saknað og björgunaraðilar hafa ekki komist á alla þá staði þar sem eldarnir geisa, en eldar hafa kviknað á 524 stöðum. 63 hafa slasast vegna eldanna, þar af 16 alvarlega.

Um 4.000 slökkviliðsmenn berjast við eldana víðsveg­ar um landið. Hærri hiti er í Portúgal en venjulega á þessum árs­tíma og er það ein helsta orsök skógareldanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert