Hungraðir birnir ráðast á menn

Mynd úr safni af brúnbirni sem einnig er þekktur sem …
Mynd úr safni af brúnbirni sem einnig er þekktur sem skógarbjörn. AFP

83 birnir hafa verið skotnir vegna hættu sem stafaði af þeim í austurhluta Rússlands. Að minnsta kosti tveir hafa látist eftir að hungraðir birnir réðust á þá vegna hungurs. Á þessu ári hafa verið skotnir þrefalt fleiri birnir en árinu áður. Þeir eru einkum skæðir á Sakhalineyju sem er fyrir norðan Japan.  

„Þetta hefur aldrei gerst áður,“ sagði skógarstarfsmaður við AFP-fréttaveituna. Hann vildi ekki láta nafn síns getið þar sem hann hafði ekki leyfi til að tala við fjölmiðla. Fisk, ber og hnetur eru af skornum skammti fyrir birnina en mikil ofveiði hefur verið á laxi undanfarið, bætti hann við. Hann sagði að banna hefði átt netveiði í ánum því lítill fiskur væri þegar í þeim en ekki var hlustað á það og fólk lagði netin og veiddi sér fisk engu að síður.  

Birnirnir sem hætta sér nálægt mannabyggðum er hungraðir og leggja sér hunda, húsdýr og menn til matar ef þeir geta. Á þessum árstíma ættu birnirnir að vera vel feitir eftir sumarið en þeir eru horaðir. 

Búist er við að hætta muni stafa af björnunum alveg fram í nóvember þegar jörð fer að frysta og þeir leggjast í hýði, þ.e.a.s. þeir sem ekki drepast úr hungri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert