Fundu fornt hringleikahús

Tehillah Lieberman fornleifafræðingur sýnir blaðamönnum og ljósmyndurum hringleikahúsið.
Tehillah Lieberman fornleifafræðingur sýnir blaðamönnum og ljósmyndurum hringleikahúsið. AFP

Fornt hringleikahús frá tímum rómaveldisins fannst nýverið grafið undir vesturveggnum á Wilson’s Arch í Jerúsalem. Ísraelskir fornleifafræðingar grófu hringleikahúsið upp sem er um 1.700 ára gamalt í því voru sæti fyrir 200 manns. Jerusalem Post greinir frá. 

Wilson’s Arch er byggð úr stórum steinum og myndar boga. Þetta var stór brú sem lá að Musterishæðinni. Þetta eru einu fornminjarnar sem eru heilar frá þessu tímabili. 

„Fundurinn kom okkur á óvart. Það hvarflaði ekki að okkur að þessi gluggi myndi opnast fyrir okkur þar sem í ljós kom þetta hringleikahús. Rannsóknir fornleifafræðingar beinast að því að finna ákveðna hluti og hafa væntingar til þess að slíkt finnist hins vegar kom eitthvað annað í ljós,“ sagði Joe Uziel einn af stjórnendum rannsóknarinnar. 

Fornleifafræðingar segja hins vegar að vísibendingar benda til þess að leikhúsið hafi aldrei verið notað. Ástæðan fyrir því er sú að leikhúsið var aldrei alveg fullklárað en það átti eftir að höggva grjótið betur til. 

Fjölmargir aðrir gripir fundust meðal annars mynt, leirmunir o.fl. Unnið er að aldursgreiningu þeirra.   

Hringleikahúsið.
Hringleikahúsið. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert