Meta tjón vegna Ófelíu

Leifar af fellibylnum Ófelíu gengu yfir Bretlandseyjar í gær. Mest …
Leifar af fellibylnum Ófelíu gengu yfir Bretlandseyjar í gær. Mest varð tjónið á Írlandi. AFP

Umfangsmikið hreinsunarstarf stendur nú yfir á Írlandi eftir að leifar fellibylsins Ófelíu gengu þar yfir í gær.

Þrír létust í óveðrinu sem er það versta á Írlandi í yfir fimmtíu ár.

Frétt mbl.is: Þrír látnir á Írlandi

Samkvæmt frétt The Irish Times liggur neðanjarðarlestarkerfið ennþá niðri og nokkrum lestarferðum hefur verið aflýst. Strætisvagnar eru farnir að ganga samkvæmt áætlun.

Óveðrið hafði mikil áhrif á skólastarf, heilbrigðisþjónustu, vegakerfi og aðgang að rafmagni og búast yfirvöld á Írlandi við að það muni taka allt að 10 daga að koma á rafmagni að fullu á ný. 245.000 heimili eru enn án rafmagns.

Viðbragðsteymi á vegum stjórnvalda fundar nú um stöðu mála og unnið er að því að meta umfang þeirra skemmda sem hafa orðið af völdum óveðursins. Allar sýslur landsins urðu fyrir einverju tjóni, en mest er tjónið í suður- og vesturhluta Írlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert