Rio Tinto ákært fyrir svik

Kolanáma.
Kolanáma. AFP

Bresk-ástralska námufyrirtækið Rio Tinto og tveir fyrrverandi stjórnendur þess hafa verið ákærð fyrir svik í Bandaríkjunum vegna gruns um að hafa falið tap með því að blása upp verðmæti kolatengdra eigna í Afríku. BBC greinir frá.

Rio Tinto keypti eignirnar sem um ræðir árið 2011 fyrir 3,7 milljarða bandaríkjadollara og seldi þær nokkrum árum síðar fyrir 50 milljónir bandaríkjadollara. Eignirnar sem um ræðir eru staðsettar í Mósambík. 

Félagið var jafnframt sektað um 27 milljónir punda af breskum yfirvöldum fyrir að hafa brotið gegn reglum um upplýsingagjöf vegna kaupanna.

Í ákærunni eru fyrrverandi framkvæmdastjórinn Thomas Albanese og fjármálmálastjórinn fyrrverandi Guy Elliott sakaðir um að hafa brotið gegn reikningsskilastöðlum og stefnu fyrirtækisins við að meta verðmæti eignanna í Mósambík.

Bandaríska verðbréfaeftirlitið (SEC) heldur því fram að skömmu eftir að samningur vegna kaupanna var gerður hafi Rio Tinto komist að því að verkefnið myndi framleiða minna af kolum og af minni gæðum en áætlað var. 

Í frétt BBC er haft eftir forstöðumanni hjá bandaríska verðbréfaeftirlitinu að stjórnendurnir séu taldir hafa brotið gegn skyldum um upplýsingagjöf með því að fela fyrir stjórn fyrirtækisins, endurskoðendum og fjárfestum þá mikilvægu staðreynd að milljarðafjárfestingin væri misheppnuð. 

Hæsta sekt í Bretlandi

Fyrirtækið samdi við bresk yfirvöld vegna brota gegn upplýsingagjöf og reglum um reikningsskil og samþykkti að greiða breska fjármálaeftirlitinu (Financial Conduct Authority) 27 milljónir punda sem eftirlitið segir að sé stærsta sekt sem hafi nokkurn tímann verið lögð á fyrirtæki vegna slíkra reglna. 

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Nýkomið fullt af spennandi vöru
NÝKOMIÐ - fullt af spennandi vöru MATILDA - F-J skálar á kr. 7.990,- CATE - DD-J...
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris.
Með SWAROVSKI kristals skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 16 til...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...