Segist saklaus af spillingarákæru

Nawaz Sharif ræðir við blaðamenn á fundi í september.
Nawaz Sharif ræðir við blaðamenn á fundi í september. AFP

Nawaz Sharif, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan, hefur verið ákærður fyrir spillingu vegna Panama-skjalanna. Verði hann fundinn sekur fyrir dómstólum gæti hann átt yfir höfði sér fangelsisvist. 

Dómstóllinn hefur einnig ákært dóttur hans, Maryam og tengdason hans, fyrir spillingu og eignum tengdum þeim í London. Frá þessu greindi opinber starfsmaður AFP-fréttaveitinnu í trausti nafnleyndar. 

Fyrir dómi sagði lögmaður Sharif hann saklausan. Hann var sjálfur ekki viðstaddur í dómssal þegar mál hans var tekið fyrir. Hann er í London með eiginkonu sinni Kalsum sem gengst þar undir krabbameinsmeðferð. 

Dóttir þeirra sagðist einnig vera saklaus fyrir dómi. Hún sagði ákæruna vera „tilhæfulausa“ um leið og hún yfirgaf réttarsalinn. 

Nawaz Sharif, for­sæt­is­ráðherra Pak­ist­an, sagði af sér í sumar eft­ir að hæstirétt­ur lands­ins komst að þeirri niður­stöðu að hann væri óhæf­ur til að gegna embætt­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert