Kjarnorkuáætlunin ekki á samningaborðinu

Kim Jong-Un og eiginkona hans Ri Sol-Ju. Norður-kóreskir diplómatar segir …
Kim Jong-Un og eiginkona hans Ri Sol-Ju. Norður-kóreskir diplómatar segir það ekki á samningaborðinu að Norður-Kórea hætti við kjarnorkuáætlun sína og að Bandaríkin þurfi að venja sig við það lifa í sátt og samlyndi við kjarnorkuvædda Norður Kóreu. AFP

Einn diplómata Norður-Kóreu segir það ekki á samningaborðinu að Norður-Kórea hætti við kjarnorkuáætlun sína og að Bandaríkin þurfi að venja sig við það lifa í sátt og samlyndi við kjarnorkuvædda Norður Kóreu.

Sagði diplómatinn, Choe Son-hui, að þetta væri „eina leiðin til að tryggja varanlegan frið á Kóreuskaga“.

Mike Pompeo, forstjóri CIA, hafði áður varað við því að það væri væntanlega aðeins mánaðaspursmál hvenær norður-kóreski herinn hefði öðlast tæknina til að skjóta eldflaugum á Bandaríkin. Hann ítrekaði þó að bandarísk stjórnvöld vildu frekar leita diplómatískra lausna á vandanum eða beita refsiaðgerðum, en sagði að hernaðarlausn engu að síður koma til greina.

Spurning um líf eða dauða fyrir Norður-Kóreu

Cho var meðal fundarmanna á ráðstefnu í Moskvu og endurtók hún þar þau orð annarra norður-kóreskra embættismanna að kjarnavopnin væru spurning um „líf eða dauða“ fyrir ríkið. Fyrr á þessu ári sagði Cho hins vegar að norður-kóresk stjórnvöld væru tilbúin að ræða málin við Bandaríkin ef aðstæður væru réttar.

Nú sagði hún Norður-Kóreu hins vegar telja viðskiptaþvinganir Sameinuðu þjóðanna vera yfirgang og stríðsstefnu.

Viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu hafa verið hertar frá því að norður-kóresk yfirvöld settu aukin kraft í kjarnorkuáætlun sína fyrr á þessu ári.

Áströlsk stjórnvöld greindu frá því í dag að þau hefðu fengið bréf frá norður-kóreskum ráðamönnum sem þau telja einnig hafa verið sent til annarra ríkja, en þar eru ríkin hvött til að draga úr tengslum sínum við Bandaríkin.

Pompeo sagði í gær hæfni Norður-Kóreu vera orðna það mikla að frá banda­rísku sjón­ar­miði ætt­u stjórnvöld að bregðast við eins og  ríkið væri við það að ná tak­marki sínu.

Banda­ríska leyniþjón­ust­an hafi fylgst vel með fram­vindu mála í gegn­um tíðina, en eld­flaugaþekk­ing Norður-Kór­eu vaxi nú of hratt til að hægt sé að vita með vissu hvenær þeir nái tak­marki sínu.

 „Þegar maður er far­inn að tala um mánuði þá er hæfni okk­ar til að meta á hvaða stigi þetta er í raun orðin mál­inu óviðkom­andi,“ sagði Pompeo.

Trump væri hins veg­ar reiðubú­inn að tryggja að Kim geti ekki ógnað Banda­ríkj­un­um. „Með hernaðarafli ef það reyn­ist nauðsyn­legt,“ bætti Pompeo við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert