„Sögulegur sigur“ í Raqqa

Kúrdískir hermenn úr SDF á torginu Al-Naim í Raqqa þar …
Kúrdískir hermenn úr SDF á torginu Al-Naim í Raqqa þar sem sigrinum var fagnað í gær. AFP

Sigur á Ríkis íslams í sýrlensku borginni Raqqa var sögulegur. Þetta sagði talsmaður Sýrlensku lýðræðissveitarinnar (SFD) sem njóta stuðnings Bandaríkjahers, við opinbera athöfn í borginni í dag.

Talal Sello, talsmaður SFD sagði að þegar hersveitin náði Raqqa á sitt vald hafi verið um að ræða „sögulegan sigur“ sem væri tileinkaður „öllu mannkyni“.

„Við í Sýrlensku lýðræðissveitinni tilkynnum að við munum afhenda öryggissveitum borgina Raqqa nærliggjandi sveitir,“ bætti Sello við.

Ríki íslams gerði Raqqa að höfuðstöðvum Kalíf­a­dæm­is síns snemma árs 2014 og tóku þá upp öfga­kennda túlk­un á kenn­ing­um íslams.

Liðsmenn sam­tak­anna stóðu þar fyr­ir kross­fest­ing­um, af­tök­um og ýms­um pynt­ing­um til að vekja ótta með þeim íbú­um borg­ar­inn­ar sem voru and­snún­ir sam­tök­un­um.

Torgið Al-Naim í Raqqa.
Torgið Al-Naim í Raqqa. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert