Tugir látnir eftir sjálfsmorðssprengju í mosku

Afganskir lögreglumenn á vettvangi eftir sjálfsmorðssprenguárás á mosku shía múslima …
Afganskir lögreglumenn á vettvangi eftir sjálfsmorðssprenguárás á mosku shía múslima 29. september síðastliðinn. AFP

Minnst þrjátíu eru látnir eftir sjálfsmorðssprengingu í mosku síja múslima í Kabú í Afganistan. Árásarmaðurinn er sagður hafa hafið skotárás við upphaf föstudagsbæna áður en hann sprengdi sig. BBC greinir frá.

Engin hryðjuverkasamtök hafa lýst tilræðinu á hendur sér en Íslamska ríkið hefur undanfarið beint sjónum sínum að moskum síja múslima í Afganistan. 

Vitni lýsti því fyrir BBC að vettvangurinn í vesturhluta Kabúla væri eins og vígvöllur eftir árásina og talsmaður innanríkisráðuneytis Afganistan sagði að verið væri að rannsaka vettvanginn. 

Fyrir örfáum dögum lýst lögreglan í Afganistan því yfir að hún hefði afstýrt mikilli hættu þegar maður var handtekinn grunaður um að hafa ætlað sér að nýta bíl til að sprengja sjálfsvígssprengju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert