15 látnir í sjálfsvígsárás í Kabúl

Afganskir slökkviliðsmenn á vettvangi sjálfsvígsárásarinnar við Marshal Fahim herskólann, sem …
Afganskir slökkviliðsmenn á vettvangi sjálfsvígsárásarinnar við Marshal Fahim herskólann, sem kostaði 15 manns lífið hið minnsta. AFP

15 liðsforingjaefni í afganska hernum létust í dag í sjálfsvígsárás í Kabúl, höfuðborg Afganistan. Segja afgönsk yfirvöld tölu látinna af völdum árása hinna ýmsu uppreisnahópa í þessari viku nú vera  í kringum 200 manns.

Dawlat Waziri, talsmaður varnarmálaráðuneytisins, sagði fjóra til viðbótar hafa særst í árásinni sem átti sér stað hlið Marshal Fahim herskólans.

Sjálfsvígsmaðurinn var gangandi en liðsforingjaefnin voru að yfirgefa skólasvæðið í smárútu.

Þetta var önnur sjálfsvígsárásin í borginni á innan við sólarhring, en 56 manns létust í gær í sjálfsvígsárás við mosku síja múslima og lýstu hryðjuverkasamtökin Ríki íslams árásinni á hendur sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert