„Ósamrýmanleg lýðræðisviðhorfum“

Fjöldi fólks safnaðist saman í grenndi við Placa de Catalunya, …
Fjöldi fólks safnaðist saman í grenndi við Placa de Catalunya, Katalóníutorg, í miðborg Barcelona. Mótmælendurnir tóku á móti Puigdemont með orðunum „forseti, forseti“. Skapti Hallgrímsson

Spænsk stjórnvöld virða ekki lögin. Þetta sagði Carles Puigdemont, leiðtogi Katalóníu, í ávarpi sínu til Katalóníubúa nú í kvöld. „Þau eru ósamrýmanleg lýðræðisviðhorfum,“ sagði Puigdement og boðaði stjórn Katalóníu til fundar vegna deilunnar.

Katalónía muni ekki sætta sig við áætlun Spánarstjórnar að draga úr sjálfræði héraðsins. Sagði Puigdemont aðgerðirnar vera „verstu árás á stofnanir Katalóníu frá því á einræðistímum Francos.“ Spænsk stjórnvöld hefðu hafnað öllum boðum um viðræðum.

Beindi hann því næst orðum sínum að Evrópubúum og sagði grunngildum Evrópusambandsins vera hætta búin í Katalóníu.

Hundruð þúsunda sjálfstæðisinna flykktust út á götur Barcelona í dag undir forystu Puidgemont og hrópuðu „frelsi“ og „sjálfstæði“ eftir að rík­is­stjórn Spán­ar greindi frá því að hún hefði tekið ákvörðun um virkja 155. grein stjórn­ar­skrár­inn­ar og svipta Katalón­íu sjálf­stjórn­ar­valdi.

Fram kom á blaðamanna­fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar að ákveðið hefði verið að leysa upp stjórn sjálf­stæðissinna í Katalón­íu og boða til kosn­inga til að koma veg fyr­ir að Puig­demont, lýsi yfir sjálf­stæði héraðsins líkt og hann hef­ur hótað.

For­sæt­is­ráðherra Spán­ar, Mariano Rajoy, greindi frá þess­ari ákvörðun eft­ir neyðar­fund rík­i­s­tjórn­ar­inn­ar í morg­un. Hann sagði að rík­is­stjórnin ætti ekki annarra kosta völ eft­ir þá at­b­urðarrás sem átt hef­ur átt sér stað í Katalón­íu síðustu vik­ur.

Fjöldi fólks safnaðist saman í grenndi við Placa de Catalunya, …
Fjöldi fólks safnaðist saman í grenndi við Placa de Catalunya, Katalóníutorg, í miðborginni og gekk fylktu liði að Jaume torgi þar sem bæði þing Katalóníu og borgarstjórn Barcelona eru til húsa, andspænis hvort öðru. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Spænska þingið þarf nú að samþykkja aðgerðirn­ar og má bú­ast við því að það verði gert á næstu dög­um. Leiðtogi Sósí­al­ista­flokks­ins greindi frá því í gær að flokk­ur­inn myndi styðja aðgerðirn­ar.

Ekkert rými lengur fyrir viðræður

„Það er orðið tímabært að lýsa yfir sjálfstæði,“ sagði Jordi Balta, einn þeirra sem tók þátt í mótmælagöngunni. Ekki væri lengur neitt rými eftir fyrir viðræður.

Mótmælin voru upphaflega skipulögð sem aðgerð til að kalla á um að tveir áhrifa­menn úr röðum stjórn­ar­and­stæðinga yrðu látnir lausir úr fangelsi. Þeir Jordi Sanchez, for­seti þings­ins í Katalón­íu, og Jordi Cuix­art, leiðtogi sjálf­stæðis­sam­tak­anna Omni­um Kultural, voru hand­tekn­ir á mánu­dag og úr­sk­urðaðir í gæslu­v­arðhald án mögu­leik­ans á að vera látn­ir laus­ir gegn greiðslu trygg­inga­gjalds. Þeir eru sakaðir um að hafa hvatt mót­mæl­end­ur til dáða þegar spænska lög­regl­an reyndi að hindra kosn­ing­arn­ar.

Lögregla í Katalóníu sagði 450.000 manns hafa tekið þátt í mótmælagöngunni um Paseo de Gracia breiðstrætið. Var fjöldin raunar slíkur að mannfjöldinn flæddi yfir í nærliggjandi götur. Báru margir fána Katalóníu.

Börn og fullorðnir báru fána Katalóníu.
Börn og fullorðnir báru fána Katalóníu. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Höldum áfram að berjast

Mótmælendurnir tóku á móti Puigdemont með orðunum „forseti, forseti“.

„Katalóníubúar eru fullkomlega aftengdir spænskum stofnunum, sérstaklega þeim sem tengjast spænska ríkinu,“ segir bílvirkinn Ramon Millol.

Bankastarfsmaðurinn Meritxell Agut sagðist bæði vera „verulega reið og virkilega sorgmædd“. „Þeir geta eyðilagt stjórnina og þeir geta eyðilagt allt sem þeir vilja, en við höldum áfram að berjast.“

Fólkið hyllti lögreglu Katalóníu með söngvum, en sýndi þyrlum sem …
Fólkið hyllti lögreglu Katalóníu með söngvum, en sýndi þyrlum sem sveimuðu yfir fingurinn - en þar fór spænska lögreglan. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert