Óvissa um framhaldið

Þúsundir voru á torginu fyrir utan þinghús Katalóníu, þar sem ...
Þúsundir voru á torginu fyrir utan þinghús Katalóníu, þar sem forsetinn flutti sjónvarpsávarp. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman á torgi heilags Jaume í miðborg Barcelona í kvöld til að hlýða á ávarp Carles Puigdemont, forseta katalónsku heimastjórnarinnar. Skapti Hallgrímsson, blaðamaður Morgunblaðsins, er í Barcelona.  

„Þetta var ósköp rólegt og gott þarna á torginu,“ segir Skapti „Fólkið hlustaði og klappaði fyrir forsetanum áður en hann fór í bíl og svo var sungið og trallað.

Skapti segir að aðskilnaðarsinnarnir hafi verið ágætlega sáttir með ræðu Puigdemont en hann hafi í raun ekki sagt neitt sérstakt eða nýtt. Fólk átti sig ekki almennilega á hver næstu skref heimastjórnarinnar eru nú þegar spænsk stjórnvöld hafa gefið það út að þau hyggist svipta Katalóníu sjálfstjórninni.

Sjálfstæðissinnar nýttu tækifærið til að hylla katalónsku lögregluna en hún neitaði að gera kjörkassa upptæka og handtaka hóp sjálfstæðissinna er kosið var í upphafi mánaðar. Þurftu spænsk stjórnvöld því að senda lögregluþjóna annars staðar frá.

Sjálfstæðissinnar fyrirferðameiri

Skapti segir katalónska fánann vera úti um allt í borginni. Hefðbundin útgáfa héraðsfánans er þverröndóttur með gulum og rauðum röndum á víxl, en sjálfstæðissinnar nota sérstaka aðskilnaðarútgáfu af fánanum sem nefnist Estelada, sem kalla mætti Stirnið á íslensku. Sá hefur bláan þríhyrning á vinstri hlið með einni hvítri stjörnu sem táknar sjálfstæða Katalóníu.

Skapti segir einn og einn spænskan fána að finna á götum borgarinnar, en ekkert í líkingu við fjölda katalónskra fána. „Þeir [andstæðingar sjálfstæðis] halda sig meira til hlés.“ Hann bendir þó á að hundruð þúsunda hafi mætt í mótmælagöngu gegn sjálfstæði viku eftir kosningarnar umdeildu.

Hans upplifun sé að borgarbúar í Barcelona séu klofnir í tvær jafnar fylkingar. Framkoma spænskra stjórnvalda hafi þó ekki verið til þess fallin að hjálpa málflutningi andstæðinga sjálfstæðis.

Mótmælendur kalla eftir frelsun Jordi Cuixart og Jordi Sanchez, tveggja ...
Mótmælendur kalla eftir frelsun Jordi Cuixart og Jordi Sanchez, tveggja af forsprökkum sjálfstæðishreyfingarinnar sem setið hafa í fangelsi undanfarna daga. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Margir klæðast Stirninu.
Margir klæðast Stirninu. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Það blæðir úr morgunsárinu, tölus., áritað, Jónas E. Svafár, Spor...
Ódýr Nýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir - þyngd 18.5 k...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Almennt útboð mobile first
Tilboð - útboð
Almennt útboð MOBILE FIR...
L helgafell 6017112219 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017112219 HogV IV/V M...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...