Katalónska þingið ákveður aðgerðir

Carles Puigdemont ávarpaði Katalóníubúa í gær.
Carles Puigdemont ávarpaði Katalóníubúa í gær. AFP

Katalónska þingið mun koma saman á næstu dögum til að ákveða aðgerðir vegna ákvörðunar spænskra yfirvalda að virkja 155. grein stjórnarskrárinnar og svipta héraðið sjálfstjórnarvaldi. Sú ákvörðun var tekin í gær eftir að Carles Puigdemont, leiðtogi Katalóníu, skrifaði undir sjálfstæðisyfirlýsingu í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins, þar sem yfir 90 prósent kusu með sjálfstæði. Puigdemont hefur þó enn ekki lýst yfir sjálfstæði, en reyndi að kalla eftir viðræðum við ríkisstjórn Spánar, án árangurs.

Því hefur verið velt upp hvort Puigdemont ætli nú að láta verða af því að lýsa einhliða yfir sjálfstæði Katalóníu. Láti hann verða af því gæti það orðið til að skvetta olíu á eldinn. Það gæti orðið til þess að auka spennuna enn frekar á milli katalónskra og spænskra lögregluyfirvalda, sem og almennra borgara. Guardian greinir frá.

Jafnvel þó að sjálfstæði verði ekki lýst þá gæti ákvörðun spænskra yfirvalda orðið til þess að íbúar Katalóníu fylli göturnar til að mótmæla og virði tilskipanir yfirvalda að vettugi. Katalónska lögreglan og opinberir starfsmenn gætu líka neitað að beygja sig undir spænsk yfirvöld.

Í gærkvöldi ávarpaði Puigdemont Katalóníubúa og sagði að fyrirhugaðar aðgerðir spænskra yfirvalda, að svipta héraðið sjálfstjórnarvaldi, væru þær verstu frá því á tímum Franco. Hann sakaði jafnframt stjórnvöld um að loka á tilraunir hans til samtals til að leysa verstu pólitísku krísu sem komið yfir upp í landinu síðan lýðræði varð þar aftur ríkjandi.

Þá hafa stjórnvöld í Katalóníu sagst ætla að verja lýðræðislega kjörin réttindi sín og umboðið sem þau fengu í þjóðaratkvæðagreiðslunni hinn 1. október síðastliðinn.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Tattoo
...
Maríuerlur eftir Miðdal til sölu
Til sölu stytta eftir Guðmund frá Miðdal, Maríuerlur. Einnig til Músarrindill Up...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...