Óttinn við köngulær á sér skýringar

Kvenkyns könguló af tegundinni svarta ekkjan (Latrodectus mactans).
Kvenkyns könguló af tegundinni svarta ekkjan (Latrodectus mactans). Ljósmynd/Wikipedia

Ný rannsókn hefur sýnt fram á að ótti mannfólks við köngulær og snáka sé meðfæddur en ekki lærður eins og margir hafa talið. Rannsóknin fól meðal annars í sér að athuga viðbrögð barna frá allt að sex mánaða aldri við myndum af dýrategundunum. 

Þessu er greint frá á fréttavef IBTimes en þar segir að deilt hafi verið um uppruna fælni og ótta við ýmsa hluti en sumir telji að hann mega rekja til félagslegra þátta. Sem sagt, ungir læri óttaviðbrögð af fullorðnum. 

Vísindamenn við Max Planck-stofnunina ákváðu því að rannsaka ungbörn, allt frá 6 mánaða aldri, sem hafa skamma reynslu af heiminum og geta vart greint hættu frá öryggi. Þeir sýndu börnunum myndir af ýmsum dýrum og plöntum, þar á meðal köngulóm og snákum. 

„Þegar við sýndum myndir af snák eða könguló víkkuðu augasteinarnir meira en þegar við sýndum myndir af fiskum eða blómum í sömu stærðum og litum,“ segir Stefanie Hoehl, sem fór fyrir rannsókninni.  

Fólk frá Evrópulöndum eins og Þýskalandi rekst sjaldan snáka og þar eru engar banvænar köngulær en samt sem áður sýnir það viðbrögð þegar þessum dýrum bregður fyrir. Rannsóknarteymið ályktaði að óttinn sé arfgengur. 

„Við gerum ráð fyrir að viðbragðið sé komið til vegna sambúðar manna og þessara dýra í meira en 40 til 60 milljónir ára.“

Rannsóknarteymið gengur lengra og segir að manngerðan ótta megi einnig skýra með sama hætti. Þannig hafi mannfólk þróað með sér ótta við nálar og hnífa svo fátt sé nefnt. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Trúlofunar og giftingarhringar frá Ernu
Dömuhringurinn á myndinni er með íolít eðalsteini sem numinn var á Indlandi. Íol...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna
íÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: START/BYRJA: 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4,...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
 
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...