Brexit álíka heimskulegt og Trump

Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg og fyrrverandi borgarstjóri New York segir að Brexit sé sennilega það heimskulegasta sem eitt einstakt ríki hefur afrekað fyrir utan það afrek bandarísku þjóðarinnar að kjósa Donald Trump sem forseta.

Bloomberg segir að það sé mjög erfitt að skilja hvernig ríki sem gangi vel vilji eyðileggja það með því að kjósa sig út úr Evrópusambandinu. Þetta kom fram í máli Bloomberg á ráðstefnu í Boston en fréttin er birt í Guardian. 

Hann segir að starfsmenn fjölmiðlaveitu Bloomberg séu farnir að óska eftir því að fá að starfa í öðrum ríkjum en Bretlandi og Bandaríkjunum vegna andúðar í garð innflytjenda. Þeir telji sig ekki lengur velkomna í þessum ríkjum.

Michael Bloomberg.
Michael Bloomberg. AFP

Bloomberg var í London í gær en þar var verið að opna formlega nýjar höfuðstöðvar Bloomberg í Evrópu. Svo virðist sem hann sjái eftir þeirri fjárfestingu en um tvær dýrar byggingar eru að ræða. Hann segir að ef hann hefði vitað á sínum tíma að Brexit stæði til þá hefði hann hugsað sig um tvisvar en það sé orðið of seint og hann sætti sig við orðin hlut. 

„Fyrrverandi eiginkona mín er bresk og dætur mínar eru með bresk vegabréf þannig að við elskum England. Það er faðir lands okkar geri ég ráð fyrir. En það sem þeir eru að gera er ekki gott og það er ekki auðveld leið út því ef ekki verða greiddar sektir þá myndu allir aðrir yfirgefa sambandið líka. Þannig að þeir fá ekki eins góða samninga og þeir fengu áður,“ sagði Bloomberg. 

Alls starfa fjögur þúsund hjá Bloomberg í Bretlandi og 20 þúsund í heiminum. 

.

Nýjar höfuðstöðvar Bloomberg í London.
Nýjar höfuðstöðvar Bloomberg í London. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert