Afhjúpaði umdeildan minnisvarða

Pútín stendur við minnisvarðann.
Pútín stendur við minnisvarðann. AFP

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, afhjúpaði fyrsta minnisvarða þjóðarinnar vegna fórnarlamba pólitískra ofsókna þegar Sovétríkin voru og hétu.

Gagnrýnendur saka Pútín um hræsni vegna áralangrar baráttu rússneskra stjórnvaldra gegn aðgerðasinnum.

„Sorgarveggurinn” er stór minnisvarði úr bronsi sem settur var upp í miðborg Moskvu, höfuðborgar Rússlands. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að reisa minnisvarða sem þennan, eða síðan Nikita Krústsjov, eftirmaður Jósefs Stalíns, fyrrverandi einræðisherra Sovétríkjanna, barðist fyrir því á sínum tíma.

„Afhjúpun þessa minnisvarða er sérstaklega mikilvæg þegar ein öld er liðin frá byltingunni árið 1917,” sagði Pútín.

„Ég vona að þessi dagsetning verði notuð af samfélagi okkar til að vekja athygli á þeim dramatísku atburðum sem skiptu landinu okkar og fólkinu í tvo hluta og að hún verði táknræn fyrir það að við höfum unnið bug á þessu vandamáli,” bætti hann við.

Einnig sagði að hann að þessi dagur gæti orðið tækifæri til að þjóðin sætti sig við söguna eins og hún er „með stórum sigrum hennar og einnig sorgum”.

AFP

Gagnrýna minnisvarðann harðlega

Um 40 fyrrverandi pólitískir fangar hafa skrifað opið bréf þar sem kemur fram að afhjúpun minnisvarðans hafi verið „ótímabær og kaldhæðnisleg”.

„Minnisvarði minnist einhvers sem gerðist í fortíðinni en pólitískar ofsóknir í Rússlandi hafa ekki aðeins haldið áfram heldur hafa þær aukist,” sagði í bréfinu.

Þar kom einnig fram að stjórnvöld í Rússlandi vildu með minnisvarðanum láta líta út fyrir að pólitískar ofsóknir tilheyrðu fortíðinni en þaðværi síður en svo raunin.

Rússlandi hafa undanfarið lagt aukna áherslu á þátt Stalíns í sigrinum í síðari heimsstyrjöldinni og á sama tíma hafa þau gert minna úr þeirri staðreynd að milljónir manna voru teknar af lífi og sendar í þrælkunarbúðir á meðan hann var við völd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert