Leiðtogi Katalóníu flúinn frá Spáni

Carles Puigdemont.
Carles Puigdemont. AFP

Carles Puigdemont er flúinn frá Spáni til Brussel vegna yfirvofandi ákæru í kjölfar þess að hann lýsti yfir sjálfstæði Katalóníu. Puigdemont tók ákvörðun um að flýja í kjölfar þess að Theo Francken, ráðherra innflytjendamála í Belgíu lýsti því yfir að hann gæti fengið pólitískt hæli þar í landi. The Independent greinir frá.

Frétt mbl.is: Gæti fengið póli­tískt hæli í Belg­íu

Spænskir fjölmiðlar hafa greint frá því að ótilgreindur fjöldi héraðsstjórnar Katalóníu hafi verið með í för en búist er við að hópurinn gefi út sameiginlega yfirlýsingu síðar í dag. 

Spænski saksóknarinn José Manuel Maza lýsti því yfir í morgun að héraðsstjórn Katalóníu yrði ákærð fyrir uppreisn, uppnám og ögrun gagnvart stjórnvöldum en ríkisstjórn Spánar tók yfir stjórnina i Katalóníu fyrir helgi en Spánn hefur neitað því að viðurkenna sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu og niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem að ríkisstjórnin telur slíkt ólöglegt samkvæmt spænskum lögum. 

Frétt mbl.is: Yf­ir­taka héraðsþingið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert