Stjórnarandstöðuflokkar sniðganga kosningar

Henry Ramos einn af meðlimum í stjórnarandstöðuflokknum á blaðamannafundi fyrr …
Henry Ramos einn af meðlimum í stjórnarandstöðuflokknum á blaðamannafundi fyrr í þessum mánuði. AFP

Þrír stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir í Venesúela munu ekki bjóða fram í komandi kosningum í landinu í desember. Ástæðan er sú að kosningarnar munu ekki vera gagnsæjar, að sögn talsmanna flokkanna. 

„Það er ekki verjandi að taka þátt,“ sagði Henry Ramos sem er í Lýðræðisflokknum. 

Fyrr í þessum mánuði vann flokkur forseta landsins Nicolas Maduro sigur í héraðskosningum í 18 af 23 héruðum landsins. Andstæðingar Maduro hafa bent á að allir hafi ekki setið við sama borð í þeim kosningum.  

Mót­mæli, of­beldi á göt­um úti og veru­leg­ur mat­ar­skort­ur ríkir í landinu en stjórnarháttum forsetans hefur verið harðlega mótmælt síðustu misseri.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert