Hafa náð völdum í Deir Ezzor

Reykjarsúla stígur til himins í sýrlensku borginni Deir Ezzor í …
Reykjarsúla stígur til himins í sýrlensku borginni Deir Ezzor í aðgerðum stjórnarhersins við að reyna að ná henni aftur á sitt vald úr höndum vígamanna Ríkis íslams. AFP

Stjórnarher Sýrlands og herir bandamanna hafa náð völdum að fullu í borginni Deir Ezzor í austurhluta landsins. Þar hafði Ríki íslams ráðið ríkjum um skeið.

Valdatakan var tilkynnt í sýrlenska ríkissjónvarpinu í dag. „Herinn tilkynnir um full völd í Deir Ezzor-borg,“ sagði í fréttum sjónvarpsstöðvarinnar í dag. Var fréttin höfð eftir heimildarmönnum á vettvangi. „Borgin er að fullu frelsuð undan hryðjuverkastarfsemi,“ sagði í fréttinni.

Ríki íslams hefur verið með borgina á sínu valdi frá því árið 2014. Hún var mikilvægt hernaðarlegea vegna þess að hún er skammt frá landamærunum að Írak.

Átök hafa staðið í borginni vikum saman. Ríki íslams hefur undanfarna mánuði tapað völdum yfir mörgum borgum og bæjum í Írak og Sýrlandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert