Tóku síðasta vígi Ríkis íslams í Sýrlandi

Reyk leggur frá borginni sýrlensku borginni Deir al-Zour, sem sýrlenski …
Reyk leggur frá borginni sýrlensku borginni Deir al-Zour, sem sýrlenski stjórnarherinn segist nú hafa náð á sitt vald. AFP

Sýrlenski stjórnarherinn hefur náð borginni  Deir al-Zour, síðasta vígi hryðjuverkasamtanna Ríkis íslams í Sýrlandi, á sitt vald að því er sýrlenska ríkissjónvarpið greinir frá.

BBC hefur eftir öðrum fjölmiðlum að Sýrlandsher og bandamenn þeirra vinni nú að því að tryggja yfirráð yfir síðustu svæðum sem Ríki íslams hafði á valdi sínu á þessum slóðum.

Um 350.000 íbúar Deir al-Zour hafa neyðst til að flýja heimili sín í áhlaupinu á borgina undanfarnar vikur.

Ríki íslams hefur haft meirihluta Deir al-Zour valdi sínu frá árinu 2014, en borgin þykir ekki hvað síst mikilvæg vegna landfræðilegrar legu sinnar – hún stendur við bakka árinnar Efrat og er hálfa leið milli Raqqa, sem vígamenn Ríkis íslams gerðu að Kalífadæmi sínu, og landamæra Íraks.

BBC segir Íraksher einnig hafa greint frá því að hersveitir þeirra hafi nú hafið inngöngu í einn af síðustu bæjum sem Ríki íslams hafði enn á valdi sínu hinum megin landamæranna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert