Líklega „skemmtileg í rúminu“

Daisy Lewis er hvað þekktust fyrir leik sinn í Downtown …
Daisy Lewis er hvað þekktust fyrir leik sinn í Downtown Abbey. Ljósmynd/imdb

Tímaritið Tatler hefur beðið Daisy Lewis, sem meðal annars hefur leikið í vinsælu þáttunum Downtown Abbey, afsökunar á ummælum sem höfð voru um hana í blaðinu þess efnis að hún væri líklega „skemmtileg í rúminu“. BBC greinir frá.

Í hluta blaðsins sem kallast „Little Black Book“, þar sem finna má myndir og og upplýsingar um álitlega einhleypa einstaklinga, er haft á orði um Lewis að hún sé hávær. Það geri hana mjög skemmtilega í partíum, og líklega líka í rúminu.

Lewis tjáði sig um atvikið á Twitter þar sem hún sagðist vera í miklu uppnámi vegna þessa. „En sem betur fer er ég nógu „hávær“ til að segja það. Les enginn fréttirnar hjá Tatler?“

Tímaritið baðst afsökunar í færslu á Twitter og sagðist einnig ætla að birta afsökunarbeiðni í næsta tölublaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert