Gaf Trump fingurinn og var rekin

Juli Briskman stóðst ekki mátið að senda Trump smá skilaboð …
Juli Briskman stóðst ekki mátið að senda Trump smá skilaboð þegar bílalest hans keyrði fram hjá henni í Virginíu á dögunum. AFP

Mynd af hjólreiðakonu sem sést gefa bílalest Donalds Trump Bandaríkjaforseta fingurinn hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum síðustu daga.

Konan, Juli Briskman, hefur nú verið rekin úr starfi sínu hjá verkfræðifyrirtækinu Akima LLC, eftir að hún birti myndina á sínum eigin samfélagsmiðlum. BBC greinir frá. 

Briskman var boðuð á fund hjá fyrirtækinu daginn eftir að hún greindi mannauðsdeildinni frá því að hún væri konan á myndinni umtöluðu. Hún tók það hins vegar skýrt fram að myndin var tekin utan vinnutíma og að nafn fyrirtækisins kæmi hvergi fram í umfjöllun um myndina eða atvikið.

Yfirmenn hennar mátu það samt sem áður svo að Briskman hefði farið gegn stefnu fyrirtækisins um birtingu efnis á samfélagsmiðlum.  

Þrátt fyrir að hafa misst starfið sér Briskman ekki eftir gjörðum sínum. „Á vissan hátt hefur mér aldrei liðið betur. Ég er reið yfir því hvar landið okkar er statt þessa stundina. Mér blöskrar. Þetta var tækifæri fyrir mig til að segja eitthvað.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert