Tæknirisinn Apple í Paradísarskjölunum

Tæknirisinn Apple flutti um 252 milljarða dollara í skattaparadís árið ...
Tæknirisinn Apple flutti um 252 milljarða dollara í skattaparadís árið 2013. Þetta kemur fram í Paradísarskjölunum. AFP

Eitt arðbærasta fyrirtæki heims, Apple, er meðal þeirra fyrirtækja sem finna má í Para­dís­ar­skjöl­un­um, risa­stór­um gagnaleka á skjöl­um sem tengj­ast fjármagni á af­l­ands­eyj­um.

Um 100 fjöl­miðlar rann­saka nú skjöl­in, þar á meðal BBC Panorama. Alls eru 13,4 millj­ón­ir skjala í Para­dís­ar­skjöl­un­um.

Í skjölunum kemur fram, og BBC greinir frá, hvernig tæknirisinn hefur komist hjá því að greiða milljarða dollara í skatta með því að greiða umdeildan skatt á Írlandi og koma fjármagni fyrir í skattaparadís.

Í ágúst í fyrra var Apple dæmt til að greiða írska ríkinu 13 milljarða evra vegna vangoldinna skatta. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins taldi skattafríðindi fyrirtækisins ólögleg.

Samkvæmt upplýsingum úr skjölunum mun fyrirtækið hafa flutt gríðarlega mikið fjármagn, um 252 milljarða dollara, til eyjunnar Jersey, sem er stærsta eyja Channel-eyjaklasans.

Forsvarsmenn Apple segja að skattafyrirkomulag fyrirtækisins hafi ekki lækkað skattagreiðslur þess. Fyrirtækið sé enn þá heimsins stærsti skattgreiðandi og hafi greitt um 35 milljarða dollara í fyrirtækjaskatt síðastliðin þrjú ár. Þá hafi fyrirtækið farið eftir öllum lögum og reglum.

Með því að greiða skatta á Írlandi átti fyrirtækið að greiða 12,5% skatt í stað 35% líkt og í Bandaríkjunum. Samkvæmt Paradísarskjölunum greiddi Apple hins vegar aðeins 5% skatt af hagnaði sínum utan Bandaríkjanna og nokkur ár fór hlutfallið undir 2%.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Leiguíbúð á Spáni.
Góð íbúð í Torreiveja á Spáni til leigu. Laus til 16. Des. Upplýsingar í síma 89...
Hleðslutæki fyrir Li-ion og fleira
Hleður og afhleður Lion, LiPo, LiFe (A123), Pb, (Lead Acid) NiCd, NiMH rafhlöður...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...