Mælti með því að Trump færi til Rússlands

Carter Page.
Carter Page. AFP

Annar ráðgjafi Donald Trump í kosningabaráttunni í fyrra hefur stigið fram og viðurkennt að hafa verið í samskiptum við rússneska embættismenn. Hann segist hafa lagt það til að Trump myndi sækja Rússland heim meðan á kosningabaráttunni stæði.

Carter Page, sem starfaði áður hjá fjárfestingarbanka og er sérfróður í málefnum Rússlands, kom fyrir rannsóknarnefnd þingsins í síðustu viku og sagðist hafa átt í „stuttorðum“ samskiptum við aðstoðarforsætisráðherra Rússlands, Arkadí Dvorkovich, í einkaferð til Moskvu í júlí 2016. Þetta kemur fram í handriti af vitnisburði Page sem birtur var í gær.

Page sagðist jafnframt hafa lagt til í maí í fyrra að Trump færi til Rússlands og ræddi þar við ráðamenn og flytti ræðu. Í sama mánuði lagði annar ráðgjafi Trumps í erlendum málefnum, George Papadopoulos, til að Trump færi til Moskvu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert