82 útlendingar handteknir í Tyrklandi

AFP

Tyrkneska lögreglan hefur handtekið 82 útlendinga sem ætluðu sér að fara yfir landamærin til Sýrlands en fólkið er grunað um að tengjast vígasamtökunum Ríki íslams.

Húsleit var gerð á 14 stöðum í Istanbúl í morgun en fólkið hefur allt tengst starfsemi Ríkis íslams á átakasvæðum, segir í frétt Anadolu-ríkisfréttastofunnar.

Í borginni Adana voru síðan 11 meintir liðsmenn Ríkis íslams handteknir en þeir eru allir af sýrlenskum uppruna.

Fyrir nokkrum dögum handtók lögreglan í Ankara 173 manns sem eru grunaðir um tengsl við hryðjuverkasamtök.

Alls hafa 1.500 lögreglumenn tekið þátt í aðgerðunum og hefur verið gefin út handtökuskipun á hendur 245 manneskjum. Um 450 hafa verið handteknir vegna gruns um að tengjast Ríki íslams í Tyrklandi í síðasta mánuði. 

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Einstaklingsíbúð óskast
Námsmaður utan af landi, sem einnig er í vinnu, leitar að lítilli leiguíbúð frá...
Maríuerlur eftir Miðdal til sölu
Til sölu stytta eftir Guðmund frá Miðdal, Maríuerlur. Einnig til Músarrindill Up...
Stimplar
...
Rafhlöður fyrir neyðarljós allar gerðir
Með lóðeyrum, vírum eða tengjum. Smíðum allar gerðir af neyðarljósarafhlöðum . N...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...