Ekið á námsmenn í Toulouse

AFP

Karlmaður ók bifreið sinni á þrjá kínverska námsmenn í dag í nágrenni borgarinnar Toulouse í Frakklandi og slasaðist einn þeirra alvarlega. 

Fram kemur í frétt AFP að bílstjórinn, sem er 28 ára gamall, hafi verið handtekinn í kjölfarið í Blagnac-úthverfi borgarinnar. Talið er að maðurinn hafi ekið viljandi á námsmennina en hann var ekki á lista yfir þekkta öfgamenn.

Hins vegar er vitað að maðurinn hefur átt við alvarleg geðræn vandamál að stríða og var útskrifaður af sjúkrahúsi í desember 2016 eftir að hafa verið dæmdur til þess að dvelja þar.

Maðurinn er með tíu dóma á bakinu segir í fréttinni. Málið er ekki rannsakað sem hryðjuverk. Fólkið var á gangbraut þegar ekið var á það en það er á þrítugsaldri.

Kona og tveir karlmenn slösuðust. Konan, sem er 23 ára, er alvarlega slösuð en meiðsli hennar eru ekki lífshættuleg að sögn lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert