Frekari rannsóknir á Michael Flynn

Michael Flynn.
Michael Flynn. AFP

Rannsókn er hafin á þátttöku Michaels Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, í ráðabruggi um að ræna tyrkneska andófsmanninum Fethullah Gülen sem búsettur er í Bandaríkjunum og flytja hann flugleiðis í fangelsi í Tyrklandi gegn 15 milljóna króna greiðslu eða sem nemur rúmum 1,5 milljörðum króna.

Fjallað er um málið í bandaríska viðskiptablaðinu Wall Street Journal í dag. Robert Mueller, sérstakur saksóknari vegna meintra tengsla kosningateymis Trumps við stjórnvöld í Rússlandi, hefur þegar ákært Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trumps, og annan háttsettan starfsmann teymisins. Fyrrverandi ráðgjafi Trumps í utanríkismálum, George Papadopoulos, hefur viðurkennt að hafa gerst sekur um eiðrof.

Talið er að Mueller hafi safnað saman nægjanlegum sönnunargögnum til þess að ákæra Flynn og son hans, Michael Flynn yngri, sem myndi færa rannsókn hans mun nær Trump en áður. Flynn hefur þegar lýst yfir áhuga á að semja um friðhelgi frá ákærum og Mueller hefur sýnt það í máli Papadopoulos að hann sé reiðubúinn til slíkra samninga.

Fyrirtæki í eigu Flynns, Flynn Intel Group, er til rannsóknar fyrir að hafa ekki gert grein fyrir störfum sem það sinnti fyrir hagsmunaaðila sem tengjast Recep Tayyip Erdoğan, forseta Tyrklands. Flynn er sjálfur til rannsóknar vegna yfirlýsinga sem hann gaf rannsakendum um tengsl sín við fulltrúa tyrkneskra og rússneskra stjórnvalda.

Málið varðandi meint samsæri um að ræna Fethullah Gülen, sem Erdoğan segir hafa staðið á bak við valdaránstilraun í Tyrklandi í júlí á síðasta ári, gæti leitt til enn alvarlegri ákæra. Talið er að James Woolsey, fyrrverandi forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, tengist einnig málinu. Ekki liggur fyrir hvort fjárgreiðslur hafi farið fram vegna þess.

Fjallað er um málið á fréttavef breska dagblaðsins Guardian.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Þvottavél, þurrkari, uppþvottavél, ísskápur, gervihnattadiskur
1) BAUKNECHT ÍSSKÁPUR MEÐ FRYSTI, HÆÐ 140 SM, BREIDD 55 SM, DÝPT 60 SM. ÞÝSKT GÆ...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Hleðslutæki fyrir Li-ion Ni-Mh-og fleira
Hleður og afhleður Lion, LiPo, LiFe (A123), Pb, (Lead Acid) NiCd, NiMH rafhlöður...
Flugskýli til leigu Nú er úti norðanél
Flugskýli til leigu Nú er úti norðanél nú er Esjan hvít sem mél Ef að ég ættii ú...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...